Frumtök voru stofnuð í lok október 2005. Í tilefni fimmtán ára afmælis samtakanna ákváðum við að staldra við og kynnast aðeins „fólkinu okkar“. Við settum því saman nokkur stutt myndbönd hvar áherslan er á starfsfólkið í fyrirtækjunum og hið daglega líf þeirra. Hjá fyrirtækjunum vinnur magnaður hópur fólks sem kemur að því með einum eða öðrum hætti að tryggja sem kostur er öruggt framboð góðra lyfja á hér á landi. Að markaðssetja nýtt lyf á Íslandi gerist ekki af sjálfu sér og lýtur markaðurinn sérlega ströngu og miklu regluverki.
Allir hafa sitt hlutverk, og til að gefa örlitla innsýn inn í hið daglega amstur nokkurra einstaklinga í okkar frábæra hópi tókum við eftirfarandi viðtöl sem gefa einfalda, en um leið vonandi nokkuð skýra og skemmtilega mynd af því að starfa í þessu umhverfi og hvað felst í því að koma lyfi á markað – allt frá klínískum rannsóknum fram að markaðssetningu og dreifingu.
Við erum öll mikilvægir hlekkir í heilbrigðiskerfinu!