Skip to main content

Bæklingar & skjöl

Reglur EFPIA og Frumtaka

EFPIA og Frumtök hafa samþykkt siðareglur fyrir lyfjafyrirtæki varðandi kynningu lyfja fyrir heilbrigðisstarfsmönnum og samskipti við heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og sjúklingasamtök. Tilgangur þeirra er að tryggja að unnið sé af ábyrgð eftir faglegum siðareglum. Reglurnar gilda fyrir öll samskipti, hefðbundin og stafræn. Enska frumútgáfan sem liggur til grundvallar íslensku útgáfunni er hér, en sú íslenska á tenglinum hér fyrir neðan.

Samningur við Læknafélag Íslands

Samningur um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf var upphaflega undirritaður á Læknadögum í Hörpu 23. janúar 2013. Samningurinn var endurnýjaður á grunni nýrra siða- og samskiptareglna EFPIA og Frumtaka við setningu Læknadaga 20. janúar 2020.

Hámarksverðgildi máltíða í Evrópu

EFPIA tekur saman lista yfir hámarksverðgildi máltíða hjá aðildarsamtökum sínum. Listinn er uppfærður reglulega.

Sniðmát fyrir birtingu fjárhagsupplýsinga

Sniðmát til að nota fyrir upplýsingar sem birta skal á grundvelli reglna um birtingu fjárhagsupplýsinga, sbr. 5. kafla reglnanna.

Samanburður á norrænum siða- og samskiptareglum

Frumtök og systursamtök okkar á Norðurlöndunum hafa gert samanburð á gildandi siða- og samskiptareglum í löndunum fimm. Um er að ræða glærupakka sem uppfærður verður reglulega. Þessi samanburður er eingöngu almenns eðlis og til leiðbeiningar. Vinsamlegast hafið samband ef frekari skýringa er óskað.

Upplýsingar varðandi birtingu fjárhagsupplýsinga

Þær eru margar spurningarnar sem vakna þegar kemur að birtingu fjárhagsupplýsinga á grundvelli Reglna EFPIA og Frumtaka. Skjal með útskýringum og svörum, t.d. varðandi hámarksverðgildi máltíða og fleira. Ábendingar um betrumbætur ávallt vel þegnar.

Íslensk sérákvæði við siðareglur EFPIA

Eins og fram kemur hér á síðunni byggja samskipti starfsfólks aðildarfyrirtækja Frumtaka við fagfólk í heilbrigðisstétt á reglum EFPIA. Reglurnar setja lágmarksviðmið, en í þeim segir jafnframt að í samræmi við landslög og reglugerðir verða aðildarsamtök að lágmarki að samþykkja í landsreglum sínum ákvæði sem ná ekki skemur en ákvæði reglna EFPIA.

Norrænt yfirlit – spurningar og svör

Sameiginlegur spurningapakki norrænu systursamtakanna um hin ýmsu álitaefni varðandi framkvæmd siða- og samskiptareglanna.

Sameiginlegir fræðslufundir

Markaðsleyfishöfum er heimilt að standa fyrir sameiginlegum fræðslufundum og koma að fundarboði í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk og/eða fagfélög þeirra. Minnum á að ávallt liggja til grundvallar Reglur EFPIA og Frumtaka. Ef fyrirtæki (MLH/birgi) er með ítarlegri leiðbeiningar eða kröfur en hér eru settar fram skal fara eftir þeim. Varðandi sameiginlega fræðslufundi skal í huga:

  • Reglur varðandi viðburði og risnu eru sömu og þegar einn MLH/birgi boðar til fundar.
  • Gera verður samning/samkomulag um fyrirkomulag fundarins fyrirfram. Þar skal koma fram:
    • Hver aðkoma MLH/lyfjafyrirtækis er að fundinum.
    • Hver er ábyrgur fyrir fundinum.
    • Hver tekur við stuðningi (ef um er að ræða) frá MLH/birgja og hver sá stuðningur er.
  • Ekki er skilyrði að gera sameiginlegan samning/samkomulag um fyrirkomulag fundarins. Sé það gert er hér hlekkur á eyðublað sem frjálst er að nota.