Skip to main content

Birting upplýsinga fyrir árið 2023

Hér á þessari síður er að finna upplýsingar um samskipti lyfjafyrirtækja við heilbrigðisstarfsfólk, upplýsingar sem byggja á siðareglum okkar og EFPIA um birtingu upplýsinga. Um er að ræða greiðslur vegna samstarfs við heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir á árinu 2023. En hvers vegna eru þessar upplýsingar birtar opinberlega með þessum hætti?

Samstarf heilbrigðisstarfsfólks og lyfjafyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á þróun meðferða og lyfja. Þessir aðilar taka iðulega höndum saman við rannsóknir og fræðslu, til hagsbóta fyrir sjúklinga.

Almenningur á að geta treyst því að slíkt samstarf hafi ekki áhrif á klínískar ákvarðanir og að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi, veiti eða kaupi viðeigandi meðferð og þjónustu sem byggist eingöngu á klínískum niðurstöðum og reynslu.

Reglurnar kveða á um að öll aðildarfyrirtæki birti upplýsingar um greiðslur til heilbrigðisstarfsfólks og -stofnana. Þær greiðslur sem reglurnar ná til eru t.d. styrkir til heilbrigðisstofnana, ráðgjafagreiðslur fyrir fyrirlestra, ferða- og dvalarkostnaður og skráningargjöld á ráðstefnur.

Markmiðið er að efla samstarf lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks með því að gera það gegnsærra fyrir sjúklinga og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Skýrslur fyrirtækjanna, fyrir samskipti á árinu 2023, fara hér á eftir í stafrófsröð.