Skip to main content

Siðareglur

EFPIA er málsvari frumlyfjaframleiðenda í Evrópu. Frumtök eiga aðild að samtökunum sem og önnur landssamtök yfir þrjátíu Evrópulanda og allir helstu frumlyfjaframleiðendur.

Miklu skiptir að upplýsingar um lyf séu nákvæmar og hlutlausar svo taka megi skynsamlegar ákvarðanir um notkun þeirra. Í ljósi þessa hafa reglurnar um samskipti við heilbrigðisstarfsmenn og markaðssetningu ávísunarskyldra lyfja verið samþykktar af hálfu Frumtaka. Reglurnar endurspegla kröfur ESB tilskipunar 2001/83/EC, með síðari breytingum, um lyf fyrir fólk.

Reglunum er ekki ætlað að hefta kynningu lyfja eða takmarka samskipti við heilbrigðisstarfsmenn þannig að þær skaði heilbrigða samkeppni. Þess í stað er leitast við að tryggja að lyfjaframleiðendur veiti réttar og faglegar upplýsingar við markaðssetningu lyfja, forðist hugsanlega hagsmunaárekstra við heilbrigðisstarfsmenn og sinni starfi sínu samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum.

Frumtök sjá um útgáfu þessara reglna hér á landi, en rísi ágreiningur um túlkun þeirra er rétt að halda til haga að enska útgáfan gildir, sem nálgast má hér.

Siðareglur - ýmsar upplýsingar

Hér eru aðgengilegar á einum stað hinar ýmsu upplýsingar tengdar siðareglunum.