EFPIA og Frumtök hafa samþykkt siðareglur fyrir lyfjafyrirtæki varðandi kynningu lyfja fyrir heilbrigðisstarfsmönnum og samskipti við heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og sjúklingasamtök. Tilgangur þeirra er að tryggja að unnið sé af ábyrgð eftir faglegum siðareglum. Reglurnar gilda fyrir öll samskipti, hefðbundin og stafræn. Enska frumútgáfan sem liggur til grundvallar íslensku útgáfunni er hér, en sú íslenska á tenglinum hér fyrir neðan.
Samningur við Læknafélag Íslands
Samningur um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf var upphaflega undirritaður á Læknadögum í Hörpu 23.janúar 2013. Samningurinn var endurnýjaður á grunni nýrra siða- og samskiptareglna EFPIA og Frumtaka við setningu Læknadaga 20. janúar 2020.
Hámarksverðgildi máltíða
According to the EFPIA Code, Member Companies must not provide or offer any meal (food and beverages) to HCPs, HCOs’ members or POs’ Representatives, unless, in each case, the value of such meal does not exceed the monetary threshold set by the relevant Member Association in its National Code (following the “Host Country Principle”)
The Template
Under the EFPIA Code, the pharmaceutical industry have to disclose payments made to healthcare professionals, such as sponsorship to attend meetings, speaker fees, consultancy and advisory boards.
Samanburður á norrænum siða- og samskiptareglum
Frumtök og systursamtök okkar á Norðurlöndunum hafa gert samanburð á gildandi siða- og samskiptareglum í löndunum fimm. Um er að ræða glærupakka sem uppfærður verður reglulega. Þessi samanburður er eingöngu almenns eðlis og til leiðbeiningar. Vinsamlegast hafið samband ef frekari skýringa er óskað.
Hámarksverðgildi og ýmiskonar upplýsingar varðandi birtingu fjárhagsupplýsinga
Þær eru margar spurningarnar sem vakna þegar kemur að birtingu fjárhagsupplýsinga á grundvelli Reglna EFPIA og Frumtaka. Skjal með útskýringum og svörum, t.d. varðandi hámarksverðgildi máltíða og fleira. Ábendingar um betrumbætur ávallt vel þegnar.