
Ný stjórn Frumtaka ásamt framkvæmdastjóra: Helga Ósk Hannesdóttir, Guðfinna Kristófersdóttir, Þyri Emma Þorsteinsdóttir, Jakob Falur Garðarsson, Sigrún Helga Sveinsdóttir, Áslaug Guðný Jónsdóttir, Sólveig Björk Einarsdóttir, og Andrea Ingimundardóttir.
Ný stjórn Frumtaka var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór á VOX Club 23. mars síðastliðinn.
Fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf. Ragnhildur Reynisdóttir, fráfarandi formaður Frumtaka, flutti skýrslu stjórnar og hvatti samtökin til dáða í síkviku umhverfi örrar þróunar í lyfjageira. Þá þakkaði Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, henni störf í þágu samtakanna.
Að aðalfundarstörfum loknum steig á stokk Salka Gullbrá, grínisti og uppistandari, og fór lauflétt yfir stöðu mála.
Nýja stjórn Frumtaka skipa:
- Andrea Ingimundardóttir, Novartis.
- Áslaug Guðný Jónsdóttir, Roche.
- Guðfinna Kristófersdóttir, Bayer.
- Helga Ósk Hannesdóttir, deildarstjóri viðskipta- og greiningadeildar hjá Vistor.
- Sigrún Helga Sveinsdóttir, Boehringer Ingelheim.
- Sólveig Björk Einarsdóttir, GSK.
- Þyri Emma Þorsteinsdóttir, Janssen.
Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum sem fram fór nú í lok mánaðar, en á honum var Sólveig Björk Einarsdóttir kosin formaður og Áslaug Guðný Jónsdóttir varaformaður.

Salka Gullbrá, grínisti og uppistandari, skemmti á aðalfundi Frumtaka.

Á aðalfundi Frumtaka á VOX Club 23. mars 2023.

Ragnhildur Reynisdóttir, fráfarandi stjórnarformaður, flytur skýrslu stjórnar.

Á aðalfundi Frumtaka á VOX Club 23. mars 2023.