Ný stjórn Frumtaka var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór á VOX Club 23. mars síðastliðinn.
Fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf. Ragnhildur Reynisdóttir, fráfarandi formaður Frumtaka, flutti skýrslu stjórnar og hvatti samtökin til dáða í síkviku umhverfi örrar þróunar í lyfjageira. Þá þakkaði Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, henni störf í þágu samtakanna.
Að aðalfundarstörfum loknum steig á stokk Salka Gullbrá, grínisti og uppistandari, og fór lauflétt yfir stöðu mála.
Nýja stjórn Frumtaka skipa:
- Andrea Ingimundardóttir, Novartis.
- Áslaug Guðný Jónsdóttir, Roche.
- Guðfinna Kristófersdóttir, Bayer.
- Helga Ósk Hannesdóttir, deildarstjóri viðskipta- og greiningadeildar hjá Vistor.
- Sigrún Helga Sveinsdóttir, Boehringer Ingelheim.
- Sólveig Björk Einarsdóttir, GSK.
- Þyri Emma Þorsteinsdóttir, Janssen.
Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum sem fram fór nú í lok mánaðar, en á honum var Sólveig Björk Einarsdóttir kosin formaður og Áslaug Guðný Jónsdóttir varaformaður.