Skip to main content

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.

Meðal stofnaðila Frumtaka eru öll helstu frumlyfjafyrirtæki heims og umboðsfyrirtæki þeirra hér á landi, auk þeirra sem sinna rannsóknum og þróun á þessu sviði hér á landi, s.s. Íslensk erfðagreining. Skilyrði fyrir aðild að samtökunum eru að fyrirtækið, eða fulltrúi þess á Íslandi, stundi lyfjarannsóknir, þrói, framleiði eða markaðssetji lyf. Fyrirtæki sem hafa að markmiði að þróa og markaðssetja samheitalyf og apótek eða apótekakeðjur sem framleiða lyf geta ekki átt aðild að Frumtökum.

Frumtök vekja athygli á og kynna mikilvægi rannsókna og þróunar nýrra lyfja fyrir samfélagið og nauðsyn þess að slíkri starfsemi séu búin hagstæð starfsskilyrði á Íslandi.

Sjúkdómar, breytingar í aldurssamsetningu þjóðarinnar og ýmis heilbrigðisvá af völdum manna og náttúru eru stöðug áskorun fyrir samfélagið. Þörf á nýjum meðferðarúrræðum og óskir um framfarir á sviði læknavísinda eru sífellt vaxandi. Óhjákvæmilega leiðir þessi þróun af sér aukið álag á heilbrigðiskerfið og meiri kostnað við málaflokkinn.

Umræða um lyfjamál hér á landi er oft yfirborðskennd og gjarnan einblínt á beinan útlagðan kostnað vegna lyfja, en ávinningur meðferðar sem fyrirbyggir sjúkdóma, læknar eða dregur úr einkennum þeirra virðist stundum gleymast. Frumtök vilja taka þátt í umræðunni um áskoranir heilbrigðiskerfisins á uppbyggilegan hátt og í samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, félagasamtök og stjórnmálaflokka.

Stjórn

  • Andrea Ingimundardóttir, varaformaður stjórnar
  • Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir
  • Helga Erlingsdóttir
  • Helga Ósk Hannesdóttir
  • Sandra Júlía Bernburg, formaður stjórnar
  • Sigrún Helga Sveinsdóttir

Skrifstofa

Frumtök
Húsi atvinnulífsins, 2. hæð.
Borgartúni 35
IS-105 Reykjavík

588-8955
frumtok@frumtok.is

FRAMKVÆMDASTJÓRI:

Jakob Falur Garðarsson.
jfg@frumtok.is
862 4272

Samþykktir

Samþykktir Frumtaka voru upphaflega gerðar á stofnfundi samtakanna, á Hótel Sögu 26. október 2005. Samþykktunum var breytt á auka-aðalfundi þann 25. apríl 2006, á aðalfundi 21. mars 2007, á aðalfundi 17. mars 2010, á félagsfundi 22. mars 2012, á aðalfundi 16. mars 2017 og á aðalfundi 17. mars 2022.