Skip to main content

Í tilefni af 40 ára afmæli Evrópusamtaka fyrirtækja og samtaka í lyfjaiðnaði (EFPIA) hafa samtökin birt myndband undir yfirskriftinni „Mannsaldur uppgötvana“. Í myndbandinu er vakin athygli á mörgu því sem áunnist hefur með þróun nýrra lyfja í baráttunni við margvíslega sjúkdóma.

Myndbandið er jafnframt tengt átaki samtakanna sem kynnt hefur verið undir myllumerkinu #WeWontRest (eða #ViðUnnumOkkurEkkiHvíldar) þar sem formgerð er skuldbinding lyfjageirans til framtíðar um linnulausa baráttu gegn sjúkdómum.

Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, er rakið hvernig, tilgangur EFPIA hafi frá upphafi verið að lina þjáningar sjúklinga, auka lífslíkur fólks og bæta almenna líðan og farið yfir ný lyf og uppgötvanir frá því að samtökin voru stofnuð.

Í myndbandinu árétta samtökin vilja aðildarfélaga sinna til að unna sér ekki hvíldar í þróun nýrra lyfja og meðferða við illvígum sjúkdómum. Gildir þar einu hvort sem um er að ræða meðferðir og lyf til að stöðva framgöngu Alzheimers-sjúkdómsins, genameðferð til að auka lífsgæði eða jafnvel lækna fólk sem þjáist af dreyrasýki B, rannsóknir á því hvernig megi, með því að sameina fleiri en eina meðferð krabbameina, hjálpa fólki til betri heilsu og heita samtökin því að unna sér ekki heldur hvíldar fyrr en tök náist á lungnakrabbameini (NSCLC) eða það jafnvel læknað, og bakteríudrepandi einstofna mótefni geti unnið á móti viðnámi gegn mótefnum og unnið þannig gegn bakteríusýkingum, og í heiminum þurfi enginn að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómum sem bólusetja megi fyrir.

„Við unnum okkur ekki hvíldar fyrr en lífslíkur allra hafa verið auknar og heilsufar þeirra bætt,“ segir í niðurlagi myndbandsins.