
Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, í bás samtakanna á Læknadögum 2024 sem fram fóru í Hörpu í Reykjavík 15.-19. janúar 2024.
„Nú er lokið vel heppnuðum Læknadögum, sem staðið hafa alla vikuna,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka. Venju samkvæmt eru samtökin með kynningarbás á viðburðinum, en dagsskrá var í Hörpu í Reykjavík, 15. til 19. janúar.
„Að vanda hefur verið komið inn á fjölmörg merkileg mál á sviði heilbrigðisvísinda. Stöðugt er unnið að þróun nýrra og betri lyfja og aðgangur að nýjustu lyfjum leikur lykilhlutverk í baráttunni við alvarlega sjúkdóma og við að viðhalda almennu heilbrigði. Framleiðendur frumlyfja eiga í miklu samstarfi við lækna um þessa þróun og mikilvægt að þeir séu upplýstir um það nýjungar á sviði lyfjaþróunar,“ segir Jakob.
Hér fyrir neðan má sjá á mynd yfirlit um það helsta sem til umræðu var á Læknadögum í Hörpu, en þar kynntu einnig vörur sínar og þjónustu fjölmörg fyrirtæki á sviði heilbrigðisvísinda og -tækni. Áhugasamir um fulla dagskrá finna hana hér á vef Læknafélags Íslands.

Dagskrá Læknadaga 2024