Skip to main content
Enska útgáfanÍ frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að „ný og kostnaðarsöm“ lyf séu jafnan mun dýrari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. „Að því er við best vitum er þetta ekki rétt og ekki að sjá að nokkur gögn fái stutt fullyrðingu sem þessa,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.Í frétt ráðuneytisins sem fjallar um aðild Ísland að norrænum samningskaupum og að markaðsleyfishafa lyfsins Zynteglo standi fyrstum til boða að semja kjör við sölu þess sameiginlega við Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð.„Þetta eru góðar fréttir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi og fagnaðarefni ef hægt er að fá sem best kjör við kaup á einstökum lyfjum með sameiginlegum innkaupum sem þessum, en fullyrðingar um að lyfjaverð hér sé á einhverjum öðrum nótum en í nágrannalöndunum standast ekki,“ bætir Jakob við.„Í frétt ráðuneytisins er nefnt dæmi um að sjúkrahús nágrannaþjóða okkar hafi fengið afslætti af innkaupsverði einstakra lyfja og þeir í sumum tilvikum sagðir hlaupa á tugum prósenta. En við höfum að sama skapi mýmörg dæmi um tuga prósenta afslætti frá skráðu lyfjaverði í útboðum hér á landi til Landspítalans. Útboðsumhverfi lyfja er ekkert öðru vísi hér en á hinum Norðurlöndunum og Landspítalinn ekki verr settur í samskiptum við lyfjafyrirtæki en önnur sjúkrahús á Norðurlöndum.“Jakob bendir á að horfa þurfi á heildamyndina ef draga eigi víðtækar ályktanir um verðlagningu lyfja hér á landi. Þannig hafi oft komið fram að á Íslandi sé lyfjakostnaður sem hlutfall af heilbrigðisútgjöldum almennt lægri en gengur og gerist, sem bendir fremur til þess að kjör sem hér bjóðast á lyfjum séu fremur betri en hitt. „Í fjárlagafrumvarpi þessa árs var gert ráð fyrir lyfjaútgjöld næmu 8,3% af heilbrigðisútgjöldunum, sem er eitt lægsta hlutfall sem við höfum séð. Almennt hefur þetta hlutfall verið um eða rétt undir 10 prósentum,“ segir Jakob Falur.Þá segir hann að fram hjá því verði ekki horft að á öllum sviðum sé íslenskum lyfjamarkaði handstýrt af hálfu hins opinbera, þar á meðal með ákvörðunum um hámarksverð lyfja og kröfum um þjónustu að aðferðafræði við skráningu og markaðssetningu lyfja. Í ákvörðunum um hámarksverð frumlyfja hefur ýmist verið miðað við að verðið hér landi verði aldrei hærra en meðalverð lyfja á Norðurlöndum og í tilfelli flestra sjúkrahúslyfja aldrei hærra en lægsta verð á Norðurlöndunum.Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þær kröfur og það umhverfi þau fyrirtæki sem veita íslensku heilbrigðiskerfi þjónustu við öflun nýjustu og bestu lyfja eru hvattir til að kynna sér nýlega skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfjamarkaðinn og rannsókn sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka um verðlagningu heildsölulyfja á Íslandi.