Skip to main content

Frumtök – samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, heilbrigðisráðuneytið og Landspítali standa að ráðstefnu um þau tækifæri og áskoranir sem felast í gena- og frumumeðferð (e. Advanced Therapy Medicinal Products eða ATMP). Um er að ræða mikilvægt málefni sem varðar heilbrigðisstarfsfólk, sjúklinga og samfélagið í heild sinni.  ATMP gena- og frumumeðferðum hefur verið líkt við byltingu í lyfjavísindum.

Á ráðstefnunni, sem fer fram 13. mars næstkomandi, á Grand hótel í Reykjavík, verður fjallað um gena- og frumumeðferðir á breiðum grunni og um þá hröðu þróun sem á sér stað á sviðinu. Hröð þróun vekur upp margar spurningar sem vert er að ræða.

Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka:
„Við ræðum þarna spennandi þróun og nýjungar á sviði lyfjavísinda. Segja má að með tilkomu gena- og frumumeðferða hafi verið brotið blað í meðhöndlun margra alvarlegra, og sumra meðfæddra, sjúkdóma sem ella hefðu hamlað fólki alla tíð, með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Á móti kemur svo umtalsverður tilkostnaður við þessar nýju meðferðir og kunna þar að vegast á siðferðisleg álitamál um kostnað við að tryggja fólki heilsu og lífsgæði og svo álitamál um kostnað. Þessum nýju meðferðum fylgir mikill upphafskostnaður, en alvarlegum sjúkdómum fylgir líka gífurlegur kostnaður og samfélagslegt tap yfir langan tíma. Við höfum í gegnum tíðina séð ný meðferðarúrræði koma til sögunnar sem kosta háar fjárhæðir, en lækka svo hratt er tækni og skilningur þróast frekar. Við munum sannarlega sjá sömu þróun varðandi þessi nýju meðferðarúrræði, en vissulega er hér um að ræða áskorun sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Og það verður í grunninn umfjöllunarefni okkar á ráðstefnunni.“

Á ráðstefnunni varpa fyrirlesarar ljósi á ýmsa þætti gena- og frumumeðferðar auk þess sem í lok dagskrár fara fram umræður meðal þátttakenda ásamt varaformanni fjárlaganefndar og formanni velferðarnefndar Alþingis.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér fyrir neðan.

Bylting í lyfjavísindum: gena- og frumumeðferðir

Er íslenska heilbrigðiskerfið tilbúið?

  • 14:00 Setning ráðstefnu
    Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.
  • 14:05 Kynning dagskrár og fundarstjórn
    Anna Lilja Gunnarsdóttir, fyrrv. ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneyti, ráðstefnustjóri.
  • 14:10 Priorities in the Norwegian Health care setting – Utilizing HTAs for ATMP sand rare diseases
    Einar Andreassen, director of Health Economics and Analysis, og Helga Haugom Olsen, MD PHD, the Norwegian Medicines Agency.
  • 14:40 Byltingarnar þrjár: nýleg framþróun í erfðavísindum
    Hans Tómas Björnsson, prófessor og yfirlæknir sameindaerfðafræðideildar, Landspítala.
  • 15:10 Kaffihlé
  • 15:30 Clinical adoption of ATMP in the Healthcare – How do we prepare?
    Kristina Levan, líffræðingur, PhD, verkefnastjóri við ATMP Centrum við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið.
  • 16:00 Shifting the paradigm for ATMPs: Adapting reimbursement and value frameworks to improve patient access in Europe
    Tina Taube, Director Market Access & OMP Policy Lead, EFPIA – the European Federation of Pharmaceutical Industries and Associations.
  • 16:30 Umræður
    Umræður leiðir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala
  • 17:00 Ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna fer fram HÉR.