Skip to main content

Samtök og fyrirtæki í lyfjaiðnaði leggja áherslu á þrjú meginsvið í baráttunni við COVID-19. Í fyrsta lagi er það leitin að nýju bóluefni, í öðru lagi greining og meðferð við vírusnum, og að síðustu stuðningur við stjórnvöld og heilbrigðiskerfi í baráttunni og aðgerðir til að tryggja sjúklingum aðgengi að lyfjum.

EFPIA, evrópusamtök fyrirtækja og samtaka í lyfjaiðnaði, segja í nýrri færslu  á vef samtakanna að aðildarfélög sín og fyrirtæki séu samtaka í baráttunni við heimsfaraldurinn. „Samúð okkar er fyrst og fremst með þeim sem orðið hafa fyrir áhrifum af veikindunum,“ segir þar. Undir þetta taka Frumtök sem eru aðili að samtökunum.

EFPIA fagnar aðgerðum sem kynntar voru í vikunni af hálfu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem miða að því að tryggja óhindraða dreifingu lyfja í Evrópu. Á meðal þeirra eru:

  • Aðgerðir til að tryggja frjálsan flutning á vöru. Sérstaklega er horft til aðfangakeðja nauðsynlegrar vöru á borð við lyf, lækningavörur, nauðsynleg matvöru og þá sem viðkvæm er fyrir skemmdum og  búfénað til fæðuframleiðslu.
  • Engar hömlur eru settar á dreifingu vöru á innri markaði Evrópu, sér í lagi (en takmarkast ekki við) nauðsynlegar vöru tengda heilbrigðisþjónustu og vöru sem viðkvæm er fyrir skemmdum, sér í lagi matvöru, nema í tilhlýðilega rökstuddum tilvikum.
  • Forgangsakreinar fyrir flutningabíla (t.d. með því að nýta „grænar akreinar“) og skoðað verður að fella úr gildi akstursbönn sem gilda um helgar.
  • Að tryggja för þeirra sem vinna við vöruflutninga yfir landamæri eftir þörfum.

Aðildarfyrirtæki og samtök EFPIA eru meðvituð um ábyrgð sína við að tryggja aðföng að aðgengi að lyfjum í Evrópu, þar sem heimsfaraldurinn geysar hvað harðast um þessar mundir. Stöðugt er tekist á við nýjar áskoranir í þessum efnum og stöðugt eftirlit með birgðastöðu, aðfangakeðjum og viðbúnaðaráætlunum, um leið og samráð er haft við Framkvæmdastjórn ESB, Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og undirstofnanir hennar, til þess að taka á þeim málum sem upp koma og leita skynsamlegra lausna þar sem þarfir sjúklinga eru hafðar í fyrirrúmi.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum er ekki aðkallandi hætta á að COVID-19 hafi áhrif á framleiðslu eða aðgengi að frumlyfjum í Evrópu í bráð. „Framboð og eftirspurn er mismunandi eftir vöruflokkum, en aðildarfyrirtæki og stofnanir EFPIA vita ekki af neinum þeim þáttum sem til skemmri tíma gætu haft áhrif á framboð lyfja okkar eða bóluefna,“ segir í umfjöllun EFPIA. Ekki hafi því komið til þess að tilkynna hafi þurft um lyfjaskort til Lyfjastofnunar Evrópu.

„Fyrirtækin hafa líka lagt mat á möguleg áhrif til lengri tíma. Þar eru meiri hreyfing á aðstæðum vegna þeirrar óvissu sem fylgir útbreiðslu sjúkdóms af þessari stærðargráðu. Sem stendur sjá aðildarfyrirtæki EFPIA ekki fram á nein áhrif á birgðakeðjur, nema að til þess komi að truflanir af völdum COVID-19 vari mánuðum saman.“

Áfram er fylgst náið með aðstæðum og heldur EFPIA opnum stöðugum viðræðum við lyfjastofnanir í Evrópu og yfirvöld á hverjum stað um leið og innan samtakanna er unnið að því hörðum höndum að bæta greiningu, finna bóluefni og meðferð til að fást við faraldurinn.